Tekist á í Baugsmáli 13. september 2005 00:01 Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira