Kvikmyndasumarið gert upp 17. október 2005 23:42 Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun