Innlent

Varla möguleiki á nýrri ákæru

Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði. „Við munum halda því klárlega fram að það séu takmarkanir á því hvað ákæruvaldið geti gert í þessari stöðu,“ segir Gestur. Honum finnst eðlilegast að málinu sé lokið, fáist sama niðurstaða í Hæstarétti.  Gestur vildi ekki svara þeirri spurningu af hverju verjendur hefðu ekki farið fram á frávísun fyrst svo augljóst hefði verið að annmarkar væru á ákærunni, en segir að það hefði komið til hefðu dómendur ekki gert það. Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra þar sem hann er erlendis á ráðstefnu Interpol. Þá var ekki hægt að fá símanúmer hjá embættinu til að ná í Harald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×