Fimm hafa veikst af hermannaveiki 21. september 2005 00:01 Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira