Fimm hafa veikst af hermannaveiki 21. september 2005 00:01 Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira