Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða 22. september 2005 00:01 MYND/Róbert Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira