Innlent

Olíufélög krafin um 150 milljónir

Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi. Bótaupphæðin er reiknuð út með því að gengið er út frá því að afsláttur sem fékkst í útboði borgarinnar árið 2001, þegar olíufélögin höfðu ekki samráð, hefði líka fengist í útboðinu 1996 ef olíufélögin hefðu ekki haft samráð um tilboð sín þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×