Innlent

Nýr og ógeðfelldur tónn

"Eftir það sem á undan er gengið er sérkennilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli enn telja það málstað sínum til framdráttar að nota dylgjur til að grafa undan trausti í garð lögreglumanna og annarra, sem starfa á vegum embættis ríkislögreglustjóra," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. "Hún lenti í vandræðum, þegar hún var með dylgjur um menn og málefni í tengslum við sölu Símans. Við upphaf kosningabaráttunnar 2003 flutti hún Borganesræðuna, sem varð fræg að endemum vegna þess hvernig Ingibjörg Sólrún notaði hálfkveðnar vísur til að ýta undir tortryggni í viðskiptalífinu í garð stjórnvalda. Kannski er ekkert af þessu tilviljun heldur nýr og ógeðfelldur tónn í stjórnmálaumræðunum." Björn kveðst vænta þess að Ingibjörg Sólrún verði við óskum um, að hún geri grein fyrir því hvað sé að baki orða hennar, þegar hún víki að lögreglunni á þennan ósæmilega hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×