Innlent

Málið fær efnislega meðferð

Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar. "Við munum veita þeim það lið sem þeir óska eftir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta mál fær efnismeðferð. Það verður að fá efnismeðferð. Það er enginn vafi um það í mínum huga," segir Bogi Nilsson. Bogi vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið á þessu stigi, en efnismeðferð og framhald málsins ræðst af niðurstöðu Hæstaréttar sem kveður upp úrskurð um kæru saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra innan þriggja vikna. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins í landinu og hefur eftirlit með framkvæmd þess hjá lögreglustjórum.Hann getur lögum samkvæmt tekið ákvörðun um saksókn í sínar hendur, þar á meðal gefið út ákærur, hvenær sem hann telur þess þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×