Innlent

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn. Þetta þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu fulltrúa, Samfylkingin fjóra og Visntri grænir tvo, en Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir fengju engan fulltrúa. Rúmlega 12 hundruð manns voru í úrtakinu. Svarhlutfall var rúmlega 60 prósent, 21 próent sögðust vera óákveðin, tíu prósent vildu ekki svara og fimm prósent sögðust ætla að skila auðu. Þetta mun vera mesta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með upp á síðkastið og er meirihlutinn tryggur, þrátt fyrir fráviksmörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×