Sakargiftir fyrndar vegna tafa 24. september 2005 00:01 Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira