Leikjum lokið í Meistaradeildinni 27. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira