Barin fyrir að kvarta undan látum 28. september 2005 00:01 Mynd/Vísir Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Vestmannaeyjum varð kona á sjötugsaldri fyrir fólskulegri líkamsárás aðfararnótt sunnudags. Lögreglan segir málið enn vera í rannsókn og að atburðarás sé frekar óljós en þó er ljóst að til stympinga kom milli konunnar og fjögurra ungmenna sem búa í sama fjölbýlishúsi. Ellefu ára gamalt barnabarn konunnar var statt hjá henni á meðan á árásinni stóð en þó er ekki talið að það hafi verið vakandi. Lögreglan segir að búið sé að yfirheyra sex ungmenni sem voru á staðnum. Tildrög árásarinnar eru þau að konan hafði kvartað undan hávaða við eiganda íbúðar á hæðinni fyrir ofan sig. Íbúðareigandinn býr ekki sjálfur í íbúðinni en í kjölfar kvörtunarinnar virðist sem ungmenni sem stödd voru í íbúðinni hafi ruðst inn til konunnar og veitt henni áverka sem meðal annars leiddu til þess að konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar og samkvæmt vef Eyjafrétta er talið að hún hafi slasast á baki. Konan er útskrifuð af sjúkrahúsinu og ekki er vitað nánar um áverka. Lögreglan í Vestmannaeyjum benti á í þessu samhengi að oft væri skynsmalegt fyrir fólk sem teldi sig þurfa að kvarta vegna partíláta eða næturhávaða að hafa frekar samband við lögreglu en húsráðendur þar sem fólk er oft í misjöfnu ástandi til þess að jafna ágreining um miðja nótt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Vestmannaeyjum varð kona á sjötugsaldri fyrir fólskulegri líkamsárás aðfararnótt sunnudags. Lögreglan segir málið enn vera í rannsókn og að atburðarás sé frekar óljós en þó er ljóst að til stympinga kom milli konunnar og fjögurra ungmenna sem búa í sama fjölbýlishúsi. Ellefu ára gamalt barnabarn konunnar var statt hjá henni á meðan á árásinni stóð en þó er ekki talið að það hafi verið vakandi. Lögreglan segir að búið sé að yfirheyra sex ungmenni sem voru á staðnum. Tildrög árásarinnar eru þau að konan hafði kvartað undan hávaða við eiganda íbúðar á hæðinni fyrir ofan sig. Íbúðareigandinn býr ekki sjálfur í íbúðinni en í kjölfar kvörtunarinnar virðist sem ungmenni sem stödd voru í íbúðinni hafi ruðst inn til konunnar og veitt henni áverka sem meðal annars leiddu til þess að konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar og samkvæmt vef Eyjafrétta er talið að hún hafi slasast á baki. Konan er útskrifuð af sjúkrahúsinu og ekki er vitað nánar um áverka. Lögreglan í Vestmannaeyjum benti á í þessu samhengi að oft væri skynsmalegt fyrir fólk sem teldi sig þurfa að kvarta vegna partíláta eða næturhávaða að hafa frekar samband við lögreglu en húsráðendur þar sem fólk er oft í misjöfnu ástandi til þess að jafna ágreining um miðja nótt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira