Innlent

Bætur vegna rangs flatarmáls húss

Íslenska ríkið var í gær dæmt til þess að greiða fyrirtækinu Löngustétt rúmar sjö milljónir króna í skaðabætur og 700 þúsund í málskostnað. Forsaga málsins er sú að Langastétt fékk húseignina Eldshöfða 9 af Fjarðartorgi við gjaldþrotaskipti þess, sem þá hafði nýlega keypt eignina af ríkinu. Síðar kom í ljós að eignin var um 13% minni að flatarmáli en fram kom í upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins og var ríkið því í raun dæmt til að endurgreiða þann hluta eignarinnar sem ekki var til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×