Innlent

Ríkið var bótaskylt

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. Tæpum 240 fermetrum munaði á stærðinni, en eignin reyndist vera tæpir 1.559 fermetrar. Dómurinn segir ljóst að starfsmenn Fasteignamats ríkisins hafi ekki sinnt "ótvíræðri lagaskyldu" um að skrá upplýsingar um rétta stærð eignarinnar, en þær bárust stofnuninni árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×