Innlent

Fasteignasala greiði bætur

Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin. Íbúðin var nýuppgerð og komust dómkvaddir matsmenn að því að verðmæti hennar hefði lækkað um ofangreinda upphæð, en kostað gæti 1,2 til rúmlega 1,8 milljónir króna að fá hana samþykkta. Maðurinn sem seldi kvaðst grandalaus um að íbúðin væri ósamþykkt og var sýknaður af bótakröfu en fasteignasölunni gert að greiða bætur og 420.000 krónur í málskostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×