Innlent

Hafnaði kröfum beggja aðila

MYND/E.Ól
Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin. Útgerðarkonan krafði Samskip um sjö milljóna króna bætur en því var hafnað þar sem málið var fyrnt þegar kæran var lögð fram. Samskip kröfðust greiðslu fyrir gámaleigu og geymslu en þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×