Innlent

Annasöm nótt hjá Kópavogslögreglu

Fjölmenni var á skemmtistöðum Kópavogs í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Dyravörður á einum þeirra gerði lögreglu viðvart um mann sem líklega væri með fíkniefni á sér. Sá var handtekinn og reyndist grunur dyravarðarins réttur. Þá þurfti að vísa nokkrum átján ára unglingum út af skemmtistað í bænum. Lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra voru við umferðareftilit í Kópavogi. Þeir stöðvuðu ferð sautján ára pilts, með tveggja daga gamalt skírteini, á 115 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þá reyndist einn sem stöðvaður var fyrir hraðakstur vera með kannabisefni í fórum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×