Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla 3. október 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira