Framdi Fréttablaðið glæp? 1. nóvember 2005 00:01 Hróbjartur Jónatansson hrl. ritar grein í Morgunblaðið 3. október undir heitinu „Glæpur Fréttablaðsins“. Í greininni fjallar lögmaðurinn um lögbannsmál sem hann fer með f.h. Jónínu Benediktsdóttur. Í greininni er því haldið fram að Fréttablaðið hafi framið glæp og vísar lögmaðurinn til nokkurra lagaákvæða m.a. stjórnarskrár og almennra hegningarlaga. Í grein sinni gefur lögmaðurinn sér þá forsendu að glæpur hafi verið framinn en það er röng staðhæfing. Lögbannsmálið er einkamál og hefur ekkert með glæp að gera, refsingu eða viðurlög. Tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. er mjög víðtækt. Í dómi Hæstaréttar í máli gegn Agnesi Bragadóttur frá 1996 segir meðal annars: „Efni ákvæðisins á rót sína að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi og byggist á þeim sjónarmiðum að það sé almennt æskilegt og í samræmi við lýðræðishefðir að almenningur fái að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í málinu var krafist að Agnes gæfi upp heimildarmann sinn en rannsóknarlögregla taldi að einn af yfirmönnum Landsbanka Íslands hefði gerst brotlegur við ákvæði laga og rofið þagnarskyldu og orðið með því sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Þeirri beiðni var hafnað og um leið viðurkennt mikilvægi þess að tjáningarfrelsið sé ekki heft með þeim hætti að það geti skaðað eðlilega lýðræðislega umræðu og upplýsingagjöf. Fréttablaðið hefur ekki brotið gegn ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og lögmaður Jónínu Benediktsdóttur heldur fram. Í 5. gr. laganna er vísað til að víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar en það er ekki aðalatriðið heldur hitt að lögin gilda um rafræna og handvirka skráningu persónuupplýsinga sem eiga að vera hluti af skrá. Tilvísun í lög um fjarskipti hefur takmarkað gildi enda bendir lögmaðurinn ekki á sérstaka lagagrein fullyrðingum sínum til stuðnings. Markmið þeirra laga er að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ákvæði laganna um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs varðar aðallega þá sem hafa með fjarskipti að gera, en ekki birtingu fjölmiðils úr ljósritum. Lögmaðurinn vísar í lögbannsbeiðni sinni til 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga því til stuðnings að Fréttablaðið hafi brotið af sér. Verknaðarlýsing 228. gr. almennra hegningarlaga á ekki við um birtingu Fréttablaðsins á ljósritum af tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur. Málið er ekki flóknara en það. Í 229. gr. alm. hgl. segir að hver sem skýri opinberlega frá einkamálefnum annars manns án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn skuli sæta þar til greindri refsingu. Meginatriðið er að það er almennt óheimilt að skýra frá einkamálefnum fólks. Á því eru þó undantekningar og séu þær ástæður fyrir hendi sem réttlæta verknaðinn er þar ekki um refsivert brot eða glæp að ræða. Slíkar ástæður voru fyrir hendi varðandi birtingu Fréttablaðsins, auk heldur var ekki um einkamálefni að ræða. Fréttablaðið birti eingöngu úr gögnunum fréttaefni sem á erindi til almennings eftir að blaðamaður hafði rætt við hlutaðeigandi. Gerð er grein fyrir verkþáttum ákveðinna nafngreindra og að hluta ónafngreindra aðila við að koma fram ákæru á hendur forráðamönnum Baugs. Frá því í ágústmánuði hefur verið fjallað um þær ákærur. Ýmsir aðilar hafa tjáð sig um málið. Skiptir máli fyrir fólk að fá að vita hvernig málið varð til? Er glæpur að upplýsa það? Er glæpur að gera grein fyrir verkþáttum þeirra sem komu að því að fá Jón Gerald Sullenberger til að kæra? Getur nokkur haldið því fram að upplýsingar um það eigi ekki erindi til almennings í landinu? Að sjálfsögðu á almenningur í landinu að fá að vita hverjir það eru sem koma að því að ákæra á hendur forsvarsmönnum Baugs er sett fram. Slíkt er eðlilegur hluti af umræðu og upplýsingagjöf í lýðræðisþjóðfélagi. Af þeim sökum mundu upplýsingar um atriði sem skipta jafn miklu máli aldrei verða talin brot gegn ákvæði 229. gr. almennra hegningarlaga. En fleira kemur til. Fréttablaðið hefur ekki skýrt frá einkamálefnum þeirra aðila sem um ræðir. Birtar voru upplýsingar um það með hvaða hætti reynt var að koma á skattrannsókn gagnvart Baugi og síðar kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Slíkt eru ekki viðkvæmar persónuupplýsingar um sendanda eða viðtakendur tölvupóstsins þó þar sé um viðkvæmar og óvæntar upplýsingar að ræða. Fréttablaðið hefur því ekki framið glæp. Fréttablaðið hefur ekki gert annað en að gegna því hlutverki sem er skylda fréttamiðils og hver einasti frjáls fjölmiðill hefði birt í lýðfrjálsu landi. Hvar hefði Watergate-málið lent hefðu viðmiðanir gilt sem lögmaður Jónínu heldur fram? Hvað hefði orðið um ákæru á New York Times vegna Pentagon-skjalanna? Í stað þess að Nixon hrökklaðist frá völdum og Erlichman og Haldeman lentu í fangelsi hefðu Bandaríkjamenn setið uppi með menn á æðstu valdastólum sem höfðu gerst brotlegir við refsilög. Birting gagna er ekki glæpur fréttamiðilsins jafnvel þó einhver hafi komist yfir þau með ólögmætum hætti. Hefði Fréttablaðið stungið þessum gögnum undir stól og ekki birt það sem máli skiptir hefði Fréttablaðið framið glæp gegn lesendum sínum og lýðræðinu í landinu. Glæpur Fréttablaðsins er sá einn að hafa rækt skyldu sína við málfrelsið og eðlilega upplýsingagjöf til almennings í landinu. Sumir kalla það ef til vill glæp en ég kalla það virðingu fyrir að gefa borgurum í lýðfrjálsu landi eðlilegar upplýsingar. Jón Magnússon lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Hróbjartur Jónatansson hrl. ritar grein í Morgunblaðið 3. október undir heitinu „Glæpur Fréttablaðsins“. Í greininni fjallar lögmaðurinn um lögbannsmál sem hann fer með f.h. Jónínu Benediktsdóttur. Í greininni er því haldið fram að Fréttablaðið hafi framið glæp og vísar lögmaðurinn til nokkurra lagaákvæða m.a. stjórnarskrár og almennra hegningarlaga. Í grein sinni gefur lögmaðurinn sér þá forsendu að glæpur hafi verið framinn en það er röng staðhæfing. Lögbannsmálið er einkamál og hefur ekkert með glæp að gera, refsingu eða viðurlög. Tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. er mjög víðtækt. Í dómi Hæstaréttar í máli gegn Agnesi Bragadóttur frá 1996 segir meðal annars: „Efni ákvæðisins á rót sína að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi og byggist á þeim sjónarmiðum að það sé almennt æskilegt og í samræmi við lýðræðishefðir að almenningur fái að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í málinu var krafist að Agnes gæfi upp heimildarmann sinn en rannsóknarlögregla taldi að einn af yfirmönnum Landsbanka Íslands hefði gerst brotlegur við ákvæði laga og rofið þagnarskyldu og orðið með því sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Þeirri beiðni var hafnað og um leið viðurkennt mikilvægi þess að tjáningarfrelsið sé ekki heft með þeim hætti að það geti skaðað eðlilega lýðræðislega umræðu og upplýsingagjöf. Fréttablaðið hefur ekki brotið gegn ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og lögmaður Jónínu Benediktsdóttur heldur fram. Í 5. gr. laganna er vísað til að víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar en það er ekki aðalatriðið heldur hitt að lögin gilda um rafræna og handvirka skráningu persónuupplýsinga sem eiga að vera hluti af skrá. Tilvísun í lög um fjarskipti hefur takmarkað gildi enda bendir lögmaðurinn ekki á sérstaka lagagrein fullyrðingum sínum til stuðnings. Markmið þeirra laga er að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ákvæði laganna um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs varðar aðallega þá sem hafa með fjarskipti að gera, en ekki birtingu fjölmiðils úr ljósritum. Lögmaðurinn vísar í lögbannsbeiðni sinni til 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga því til stuðnings að Fréttablaðið hafi brotið af sér. Verknaðarlýsing 228. gr. almennra hegningarlaga á ekki við um birtingu Fréttablaðsins á ljósritum af tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur. Málið er ekki flóknara en það. Í 229. gr. alm. hgl. segir að hver sem skýri opinberlega frá einkamálefnum annars manns án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn skuli sæta þar til greindri refsingu. Meginatriðið er að það er almennt óheimilt að skýra frá einkamálefnum fólks. Á því eru þó undantekningar og séu þær ástæður fyrir hendi sem réttlæta verknaðinn er þar ekki um refsivert brot eða glæp að ræða. Slíkar ástæður voru fyrir hendi varðandi birtingu Fréttablaðsins, auk heldur var ekki um einkamálefni að ræða. Fréttablaðið birti eingöngu úr gögnunum fréttaefni sem á erindi til almennings eftir að blaðamaður hafði rætt við hlutaðeigandi. Gerð er grein fyrir verkþáttum ákveðinna nafngreindra og að hluta ónafngreindra aðila við að koma fram ákæru á hendur forráðamönnum Baugs. Frá því í ágústmánuði hefur verið fjallað um þær ákærur. Ýmsir aðilar hafa tjáð sig um málið. Skiptir máli fyrir fólk að fá að vita hvernig málið varð til? Er glæpur að upplýsa það? Er glæpur að gera grein fyrir verkþáttum þeirra sem komu að því að fá Jón Gerald Sullenberger til að kæra? Getur nokkur haldið því fram að upplýsingar um það eigi ekki erindi til almennings í landinu? Að sjálfsögðu á almenningur í landinu að fá að vita hverjir það eru sem koma að því að ákæra á hendur forsvarsmönnum Baugs er sett fram. Slíkt er eðlilegur hluti af umræðu og upplýsingagjöf í lýðræðisþjóðfélagi. Af þeim sökum mundu upplýsingar um atriði sem skipta jafn miklu máli aldrei verða talin brot gegn ákvæði 229. gr. almennra hegningarlaga. En fleira kemur til. Fréttablaðið hefur ekki skýrt frá einkamálefnum þeirra aðila sem um ræðir. Birtar voru upplýsingar um það með hvaða hætti reynt var að koma á skattrannsókn gagnvart Baugi og síðar kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Slíkt eru ekki viðkvæmar persónuupplýsingar um sendanda eða viðtakendur tölvupóstsins þó þar sé um viðkvæmar og óvæntar upplýsingar að ræða. Fréttablaðið hefur því ekki framið glæp. Fréttablaðið hefur ekki gert annað en að gegna því hlutverki sem er skylda fréttamiðils og hver einasti frjáls fjölmiðill hefði birt í lýðfrjálsu landi. Hvar hefði Watergate-málið lent hefðu viðmiðanir gilt sem lögmaður Jónínu heldur fram? Hvað hefði orðið um ákæru á New York Times vegna Pentagon-skjalanna? Í stað þess að Nixon hrökklaðist frá völdum og Erlichman og Haldeman lentu í fangelsi hefðu Bandaríkjamenn setið uppi með menn á æðstu valdastólum sem höfðu gerst brotlegir við refsilög. Birting gagna er ekki glæpur fréttamiðilsins jafnvel þó einhver hafi komist yfir þau með ólögmætum hætti. Hefði Fréttablaðið stungið þessum gögnum undir stól og ekki birt það sem máli skiptir hefði Fréttablaðið framið glæp gegn lesendum sínum og lýðræðinu í landinu. Glæpur Fréttablaðsins er sá einn að hafa rækt skyldu sína við málfrelsið og eðlilega upplýsingagjöf til almennings í landinu. Sumir kalla það ef til vill glæp en ég kalla það virðingu fyrir að gefa borgurum í lýðfrjálsu landi eðlilegar upplýsingar. Jón Magnússon lögmaður
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun