Innlent

85 milljónir að eigin vild

Ráðherrar fá áttatíu og fimm milljónir króna á næsta ári sem þeir geta ráðstafað að eigin vild til samtaka, einkaaðila og ríkisstofnana vegna ýmissa verkefna. Sá ráðherra sem hefur mest fé til að deila út er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Ráðstöfunarfé hennar nemur átján milljónum króna eða rúmum fimmtungi alls ráðstöfunarfés ráðherranna tólf. Minnst ráðstöfunarfé hefur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, eða þrjár milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×