Erindi auki líkur á fjárnámi 5. október 2005 00:01 Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira