Innlent

Húsleitin gerð hjá Skúlason ehf.

Fyrirtækið sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar heitir Skúlason ehf. og er til húsa að Laugavegi 26. Fyrirtækið er að miklum meirihluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og svo Vestmannaeyjabæjar. Það annast meðal annars símsvörun og þjónustu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, til dæmis Lánasjóð íslenskra námsmanna, Skífuna og Fréttablaðið. Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og einn eigenda þess, segist ekki vita hvernig fyrirtækið á að tengjast rannsókn bresku lögreglunnar á fjársvikum, og jafnvel peningaþvætti, en lögreglumenn höfðu fartölvu á brott með sér eftir húsleit á heimili hans í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×