Innlent

Tekur við fjárnámskröfu Jóns

Sýslumaðurinn í Reykjavík mun eftir hádegið í dag taka við fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna skaðabóta sem Hannesi var gert að greiða Jóni í Bretlandi nýverið. Skaðabæturnar, tæpar tólf milljónir króna, voru dæmdar Jóni vegna ummæla Hannesar sem sagði Jón hafa auðgast á ólögmætan hátt og þannig byggt upp grunn viðksiptaveldis síns. Sjálfur sagði Hannes í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann byggist ekki við að sýslumaður samþykkti kröfuna. Hann sagði jafnframt að kæmi til þess að sýslumaður samþykkti beiðni Jóns þyrfti hann að öllum líkindum að selja hús sitt upp í kröfuna. Ef marka má ummæli Hannesar í DV í dag þá er hann þegar búinn að selja hús sitt Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Það gerði Hannes strax og dómur féll í máli Jóns í bryrjun júlí, að sögn til að losa um fé til að greiða Jóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×