Innlent

Skallaði hurð

Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu og er málið talið upplýst. Á öðrum tímanum var síðan óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að veitingastað í Keflavík, þar hafði ölvaður maður var til vandræða. Á útleið skallaði sá ölvaði ítrekað í útidyrahurðina og fékk skurð á enni. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var þar gert að sárum hans. Óhætt er að segja að annasamt hafi verið hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt en hún var kölluð þrisvar sinnum í heimahús til að stöðva hávaðasöm samkvæmi en allt fór þó vel fram og þurfti hún ekki að hafa frekari afskipti af fólkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×