Sport

United fylgist með Ballack

Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack mun funda með forráðamönnum Bayern Munchen síðar í þessum mánuði, þar sem nýr samningur verður aðalumræðuefnið. Ekki er búist við að Ballack semji áfram við Bayern, en samningur hans rennur út í sumar. Nýr samningur hefur þegar verið teiknaður handa Ballack og hann er talinn vera upp á fjögur ár, en hinn 29 ára gamli Ballcak hefur þegar sagt að hann langi að prófa að spila utan Þýskalands það sem eftir er af ferlinum. Manchester United hefur lengi verið á meðal aðdáenda Ballack og talið er nokkuð víst að félagið reyni að lokka hann til sín þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar. Ballack hefur unnið tvo Þýskalandsmeistaratitla með Bayern og þegar hann var hjá Leverkusen á sínum tíma, átti hann stóran þátt í að skjóta Manchester United út úr meistaradeildinni árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×