Innlent

Múgæsingur á Seltjarnarnesi

Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið. Þar mun þó um misskilning að ræða því þar hafði hann ekki dvalið og lögregla segir engar vísbendingar um að hann hafi dvalið á Nesinu. Ásgeir Pétur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, telur uppákomu krakkanna í liðinni viku frekar hafa átt upptök í innbyrðis deilum þeirra og andóf gegn Steingrími hafi verið fyrirsláttur. Hann segir þó að eftir umfjöllun Dagblaðsins hafi lögreglu borist fjöldi ábendinga um að Steingrímur hafi sést á hinum og þessum stöðum, en fólk hafi þar líklega farið mannavillt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×