Innlent

Fékk milljónasekt og skilorð

Jón Axel Ólafsson, fyrrum fjölmiðlamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir brot á skatta- og hegningarlögum árin 1998 og 1999. Þá gegndi hann stjórnarformennsku fyrir Íslenska fjölmiðlafélagsið ehf. og bar samkvæmt dómnum ábyrgð á rekstrinum. Jóni var einnig gert að greiða 14,3 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna, eða sæta ella hálfsárs fangelsi. Við ákvörðun refsingar var höfð af því hliðsjón að dráttur varð á rannsókn málsins. "Hins vegar virðist rannsókn hafa verið haldiðfram með viðunandi hætti frá 4. júní 2002," segir í dómnum og ekki fallist á að dráttur á rannsókn hafi verið vítaverður þó svo finna mætti að því hvað hún hófst seint.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×