Innlent

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi og sá ekki ástæðu til að skilorðsbinda þá refsingu. Maðurinn dró sér tæpar tuttugu milljónir af grunlausum viðskiptavinum sínum. Brot mannsins voru framinn á fasteignasölum hans, Óðal ehf.og Óðal & framtíðin ehf, á árunum 2001 og 2002. Alls dró maðurinn sér rúmar 19 milljónir af fjármunum sem viðskiptavinir hans höfðu látið honum í té sem greiðslu fyrir fasteignir. Af þeim hefur hann einungis endrugreitt rúmar 2 milljónir. Maðurinn hafði áður hlotið 9 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Hæstiréttur þyngdi hins vegar refsingu mannsins í dag og dæmdi hann í 12 mánaða fangelsi óskilorðsbundið. í dómsorði hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar ákærða verður það virt honum til refsiþyngingar, að brot hans voru stórfelld og framin í skjóli stöðu hans sem löggilts fasteignasala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×