Innlent

Fangi fékk eiturlyf í pósti

 Fangi í fangelsinu á Akureyri fékk 6. júní í sumar óþekktan mann til að fela eitt gramm af maríhúana í tölvulyklaborði og senda sér í pósti í fangelsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákvað í vikunni að gera manninum ekki sérstaka refsingu vegna málsins, en gerði engu að síður upptækt grammið, sem fangaverðir fundu við reglubundna leit í sendingunni. Maðurinn viðurkenndi brot sitt greiðlega, en fram kemur að á árunum 1996 til 2005 hafi hann átta sinnum hlotið dóma. Síðast hlaut maðurinn dóm í Héraðsdómi Reykjaness 10. júní, sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn hegningar- og fíkniefnalögum. Brotið sem dómurinn fjallar um er framið fjórum dögum fyrir uppkvaðningu þess dóms og þótti ekki ástæða til að þyngja hann frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×