Innlent

Makaskipti hrepps og kirkju

Dómstólar Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896. Grímsnes- og Grafningshreppur kærið ríkið og krafðist þess að viðurkenndur yrði eignarréttur yfir umræddu landi, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Skiptin árið 1896 gengu út á að kirkjan fékk jörðina Kaldárhöfða, en hreppurinn landið. Ríkinu var gert að greiða hreppnum 1,2 milljónir króna í málskostnað en öðrum kröfum um málskostnað var vísað frá að mestu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×