Lýsir eftir baráttuanda 15. október 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira