Ítalía: Kýldi vallarstarfsmann 16. október 2005 00:01 Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve hefur unnið alla fyrstu sjö leikina í deildinni og því með fullt hús stiga eða 21 stig. Forysta Juve er nú komin í 8 stig á AC Milan sem er í 2. sæti með 13 stig en á leik til góða gegn Cagliari í kvöld. Juve lék án Patrick Vieira en Lilian Thuram og Zlatan Ibrahimovic léku með þrátt fyrir að vera tæpir á formi. Del Piero var maður leiksins með ítalska landsliðinu í vikunni sem vann 2-1 sigur á í vikunni en var óvænt í byrjunarliðinu í gærkvöldi eins og Adrian Mutu sem lék á miðjunni gegn Messina. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda. David Di Michele skoraði þrennu og kom gestunum í Udinese yfir, 0-3 áður en heimamenn voru búnir að minnka muninn í 2-3 á 67. mínútu. Það var svo á 87. mínútu sem miklar ryskingar brutust út. Nígeríski sóknarmaðurinn í liði Udinese, Christian Obodo, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá starfsmann vallarins í andlitið. Brotið hafði verið á Obodo og starfsmenn vallarins komu inn á með börur til að bera hann af velli. Þegar umræddur starfsmaður reyndi að reka á eftir leikmanninum sem ætlaði að taka sér óratíma í að koma sér af velli, gerði hann sér lítið fyrir og sló vallarstarfsmanninn höggi beint á nefið. 8 leikir fara fram í deildinni á Ítalíu í dag; Ascoli - Sampdoria Empoli - Roma Inter Milan - Livorno Lazio - Fiorentina Palermo - Chievo Parma - Treviso Reggina - Lecce Cagliari - AC Milan Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve hefur unnið alla fyrstu sjö leikina í deildinni og því með fullt hús stiga eða 21 stig. Forysta Juve er nú komin í 8 stig á AC Milan sem er í 2. sæti með 13 stig en á leik til góða gegn Cagliari í kvöld. Juve lék án Patrick Vieira en Lilian Thuram og Zlatan Ibrahimovic léku með þrátt fyrir að vera tæpir á formi. Del Piero var maður leiksins með ítalska landsliðinu í vikunni sem vann 2-1 sigur á í vikunni en var óvænt í byrjunarliðinu í gærkvöldi eins og Adrian Mutu sem lék á miðjunni gegn Messina. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda. David Di Michele skoraði þrennu og kom gestunum í Udinese yfir, 0-3 áður en heimamenn voru búnir að minnka muninn í 2-3 á 67. mínútu. Það var svo á 87. mínútu sem miklar ryskingar brutust út. Nígeríski sóknarmaðurinn í liði Udinese, Christian Obodo, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá starfsmann vallarins í andlitið. Brotið hafði verið á Obodo og starfsmenn vallarins komu inn á með börur til að bera hann af velli. Þegar umræddur starfsmaður reyndi að reka á eftir leikmanninum sem ætlaði að taka sér óratíma í að koma sér af velli, gerði hann sér lítið fyrir og sló vallarstarfsmanninn höggi beint á nefið. 8 leikir fara fram í deildinni á Ítalíu í dag; Ascoli - Sampdoria Empoli - Roma Inter Milan - Livorno Lazio - Fiorentina Palermo - Chievo Parma - Treviso Reggina - Lecce Cagliari - AC Milan
Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira