Innlent

Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag. Þar segir að að undanförnu hafi nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari, en „þessi veiga­mikli og viðkvæmi þáttur lýðræðislegrar umræðu" þurfi að njóta óskoraðs trausts almennings. Þannig þurfi að koma í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Það sé enda kjarni sjálfstæðisstefnunnar að vinna gegn einokun og hringamyndun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×