Innlent

Tvö ár fyrir kynferðisbrot

37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002. Brotin áttu sér stað frá sumrinu 2001 og fram í byrjun árs 2002, en þá voru stúlkurnar á fimmtánda og sextánda ári. Ólafur tældi stúlkurnar til samræðis og annarra kynferðislegra athafna með því að greiða þeim fyrir með peningum. Hann tók svo fjölmargar myndir af stúlkunum við athafnirnar, sem lögregla gerði upptækar við húsleit heima hjá honum í október í fyrra. Þar sem stúlkurnar voru aðeins fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar atburðirnir áttu sér stað, flokkast myndirnar af þeim sem Ólafur hafði í vörslu sinni undir barnaklám. Í dómnum er sérstaklega tekið til þess að Ólafur hafi nýtt sér augljósan aldurs- og þroskamun til að tæla stúlkurnar til athafnanna með sér. Auk tveggja ára fangelsisvistar, var Ólafur einnig dæmdur til að greiða stúlkunum samanlagt 550 þúsund krónur auk vaxta og allan málskostnað, rúmar átta hundruð þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×