Sport

Helgi Jónas og Damon Bailey hættir

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey.

Í stað Bailey hefur félagið ráðið til sín bandarískan leikstjórnanda sem heitir Jeremiah Johnson, sem hefur áður leikið í Finnlandi og Belgíu. Hann hefur er örvhentur og hefur orðið stigakóngur í bæði Finnlandi og Belgíu. Hann verður væntanlega klár í slaginn með Grindvíkingum gegn ÍR á morgun, en þó er ekki víst að af leiknum verði, þar sem ÍRingar eru enn veðurtepptir á Egilsstöðum eftir leik sinn við Hött í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×