Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem er 2-1 yfir gegn Blackburn eftir aðeins 16 mínútna leik í ensku úrvalsedildinni í fótbolta í dag. Hermann Hreiðarsson er að sjálfsögðu í burjunarliði Charlton sem tekur á móti Bolton.
Í ensku 1. deildinni er Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Preston. Þá eru Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson í byrjunarliði Reading sem mætir Leeds en þar er Gylfi Einarsson ekki í leikmannahópnum vegna leikbanns. Hannes Sigurðsson er aftur kominn í byrjunarlið Stoke sem mætir Southampton en hann missti úr einn leik eftir að í ljós kom að hann var með gat í lunga.
