Innlent

Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða

Mynd/Vilhelm

 

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna.

Staðan eftir fyrstu talningu atkvæða nú klukkan 18, var eftirfarandi:

1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 353 atkvæði í 1. sæti.

2. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 346 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. Gísli Marteinn Baldursson með 300 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. Kjartan Magnússon með 338 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. Júlíus Vífill Ingvarsson með 297 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 342 atkvæði í 1.-6. sæti.

7. Jórunn Frímannsdóttir með 337 atkvæði 1.-7. sæti.

8. Sif Sigfúsdóttir með 255 atkvæði í 1.-8. sæti.

9. Bolli Thoroddsen með 264 atkvæði í 1.-9. sæti.

10. Marta Guðjónsdóttir með 237 atkvæði í 1.-9. sæti.

11. Ragnar Sær Ragnarsson með 205 atkvæði í 1.-9. sæti.

12. Kristján Guðmundsson með 193 atkvæði í 1.-9. sæti.

13. Björn Gíslason með 188 atkvæði í 1.-9. sæti.

14. Jóhann Páll Símonarson með 116 atkvæði í 1.-9. sæti.

15. Loftur Már Sigurðsson með 105 atkvæði í 1.-9. sæti.

Alls höfðu um 11.000 manns kosið í prófkjörskosningu Sjálfstæðisflokksins klukkan 17. Gert er ráð fyrir að kosningartölur verði birtar á hálftíma fresti fram eftir kvöldi, en hugsanlega oftar ef ástæða þykir til. Endanlegar tölur ættu svo að liggja fyrir seint í kvöld. Tölur eru birtar jafn óður og þær liggja fyrir á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Hana má finna hér

 

 



 

 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×