Innlent

Vatnsleysuströnd verður að bæ

Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur.

Ástæðan er sú að íbúafjöldi er alveg við þúsund íbúamarkið en það er forsenda fyrir því að hreppur verði að bær. Að því er fram kemur á heimasíðu hreppsins hafa íbúar verið á bilinu 997 til 1.003 að undanförnu. Ekki er búið að ákveða hvað hinn nýi bær á að heita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×