Sport

Njarðvík með fullt hús stiga

Úr leik ÍR og Njarðvíkur í kvöld. - MYND/©Valgarður
Úr leik ÍR og Njarðvíkur í kvöld. - MYND/©Valgarður

Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig og Brenton Birmingham kom næstur með 16 stig. Staðan í hálfleik var 32-39 fyrir Njarðvík.

Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94.

Keflvíkingar eru einnig með fullt hús stiga eftir nauman sigur á Haukum, 81-77 en Suðurnesjaliðið hefur unnið alla sína fjóra leiki á tímabilinu.

Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109. Staðan í hálfleik var 32-58 fyrir Borgnesinga þar sem Christopher Manker var yfirburðarmaður með 37 stig.

Í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti frá Egilsstöðum.

Einum leik var frestað, leik Þórs og KR sem ekki gat farið fram vegna leka í íþróttahöllinni á Akureyri en hann mun fara fram á þriðjudagskvöldið.

Njarðvíkingar eru sem fyrr efstir með 12 stig,

Grindavík með 10 stig,

Keflavík 8 stig

Fjölnir 8 stig

KR 6 stig

ÍR 6 stig

Skallagrímur 6

Hamar/Selfoss 4 stig

Snæfell 4 stig

Þór A. 2 stig

Höttur 0 stig

Haukar 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×