LeBron James sýnir listir sínar 22. nóvember 2005 22:30 LeBron James er ekki vanur að valda áhorfendum vonbrigðum þegar kemur að glæsilegum tilþrifum, en lið hans Cleveland er auk þess heitasta liðið í NBA í dag NordicPhotos/GettyImages Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið. Cleveland er annað tveggja liða í deildinni sem hefur unnið alla fimm heimaleiki sína og ekki nóg með það, heldur hefur liðið unnið þá með yfir 20 stiga mun að meðaltali, sem eru ekki góðar fréttir fyrir mótherja þeirra í kvöld. Boston hefur unnið fjóra leiki í vetur en tapað fimm, Cleveland unnið átta og tapað aðeins tveimur. LeBron James og Larry Hughes fóru á kostum í síðasta leik Cleveland, þar sem liðið vann sigur á Philadelphia á útivelli 123-120 í frábærum leik. Hughes skoraði 37 stig í leiknum og James skoraði 36 stig, hirti 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði þar með fimmtu þrennu sinni á ferlinum. Boston vann síðasta leik sinn, sem var gegn Toronto Raptors 100-93. Paul Pierce skorar að meðaltali 25,4 stig að meðaltali í leik og er stigahæsti leikmaður Boston, en LeBron James er með 27,6 stig að meðaltali í leik fyrir Cleveland. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af fallegum tilþrifum til að stilla á NBA TV á miðnætti, því alltaf er von á glæsitilþrifum þegar LeBron James reimar á sig skóna og hefur sig til flugs í teigum andstæðinganna. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið. Cleveland er annað tveggja liða í deildinni sem hefur unnið alla fimm heimaleiki sína og ekki nóg með það, heldur hefur liðið unnið þá með yfir 20 stiga mun að meðaltali, sem eru ekki góðar fréttir fyrir mótherja þeirra í kvöld. Boston hefur unnið fjóra leiki í vetur en tapað fimm, Cleveland unnið átta og tapað aðeins tveimur. LeBron James og Larry Hughes fóru á kostum í síðasta leik Cleveland, þar sem liðið vann sigur á Philadelphia á útivelli 123-120 í frábærum leik. Hughes skoraði 37 stig í leiknum og James skoraði 36 stig, hirti 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði þar með fimmtu þrennu sinni á ferlinum. Boston vann síðasta leik sinn, sem var gegn Toronto Raptors 100-93. Paul Pierce skorar að meðaltali 25,4 stig að meðaltali í leik og er stigahæsti leikmaður Boston, en LeBron James er með 27,6 stig að meðaltali í leik fyrir Cleveland. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af fallegum tilþrifum til að stilla á NBA TV á miðnætti, því alltaf er von á glæsitilþrifum þegar LeBron James reimar á sig skóna og hefur sig til flugs í teigum andstæðinganna.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira