Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki ætla að reyna að kaupa Þjóðverjann Michael Ballack frá Bayern Munchen og segir lið sitt þegar hafa á að skipa sterkum leikmönnum sem spila sömu stöðu.
"Ballack er frábær leikmaður og við höfum svo sannarlega velt fyrir okkur að bjóða í hann. Við erum þó vel settir með menn í hans stöðu í liðinu, þar sem við höfum fyrir þá Paul Scholes og Wayne Rooney. Aðal málið fyrir okkur er að stækka leikmannahópinn nokkuð og við erum að leita að mönnum í öðrum stöðum en þessari," sagði Ferguson.