Seldi hlut sinn í Formula One Group

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone og þýski bankinn BayernLB hafa selt hlut sinn í Formula One Group til handa hóps sem kallar sig CVC Capital Partners, sem á fyrir vikið 75% í Formula One Group. Ecclestone mun þó áfram gegna forstjóra stöðu í fyrirtækinu og á enn nokkurn hlut í því, en hann hefur hagnast gríðarlega á umsvifum sínum í fyrirtækinu og er mjög umdeildur.