Portsmouth fær leyfi til að ræða við Warnock

Forráðamenn Sheffield United hafa nú gefið kollegum sínum hjá Portsmouth tregablandið leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Neil Warnock með samning í huga. Warnock hefur verið efstur á óskalista forráðamanna Portsmouth allar götur síðan Alain Perrin var rekinn á dögunum, en Warnock hefur náð frábærum árangri með Sheffield United í vetur.