Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana 1. desember 2005 08:30 Steve Nash fann fjölina sína gegn Indiana í nótt og setti sjö þrista NordicPhotos/GettyImages Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Phoenix sigraði Indiana 109-91. Steve Nash skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana. Miami vann fyrsta útileik sinn á tímabilinu þegar það skellti Atlanta Hawks 96-74. Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami, en Zaza Pachulia skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta. Cleveland afstýrði þriðja tapinu í röð með því að leggja LA Clippers á heimavelli sínum í framlengingu 112-105. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Elton Brand var með 33 stig og 13 fráköst hjá Clippers. Washington sigraði Portland 96-89. Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington, en Darius Miles var með 21 stig hjá Portland. Memphis vann þriðja leik sinn í röð þegar liðið rúllaði yfir Toronto 92-66. Damon Stoudamire skoraði 19 stig hjá Memphis en Chris Bosh skoraði 15 fyrir Kanadaliðið, sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 16 leikjum sínum. Boston vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Philadelphia 110-103. Allen Iverson skoraði 40 stig í leiknum og átti 9 stoðsendingar, en Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston. Detroit vann góðan útisigur á New Jersey 93-83, þar sem Detroit tryggði sér sigur með góðri nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Rip Hamilton var með 30 stig hjá Detroit og hitti mjög vel, en Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Seattle skellti Charlotte á heimavelli 104-94. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle en Primoz Brezec skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Loks vann Golden State góðan sigur á Sacramento 113-106, þar sem Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig og átti 16 stoðsendingar. Hjá Sacramento var Shareef Abdur-Rahim stigahæstur með 24 stig og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Phoenix sigraði Indiana 109-91. Steve Nash skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana. Miami vann fyrsta útileik sinn á tímabilinu þegar það skellti Atlanta Hawks 96-74. Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami, en Zaza Pachulia skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta. Cleveland afstýrði þriðja tapinu í röð með því að leggja LA Clippers á heimavelli sínum í framlengingu 112-105. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Elton Brand var með 33 stig og 13 fráköst hjá Clippers. Washington sigraði Portland 96-89. Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington, en Darius Miles var með 21 stig hjá Portland. Memphis vann þriðja leik sinn í röð þegar liðið rúllaði yfir Toronto 92-66. Damon Stoudamire skoraði 19 stig hjá Memphis en Chris Bosh skoraði 15 fyrir Kanadaliðið, sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 16 leikjum sínum. Boston vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Philadelphia 110-103. Allen Iverson skoraði 40 stig í leiknum og átti 9 stoðsendingar, en Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston. Detroit vann góðan útisigur á New Jersey 93-83, þar sem Detroit tryggði sér sigur með góðri nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Rip Hamilton var með 30 stig hjá Detroit og hitti mjög vel, en Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Seattle skellti Charlotte á heimavelli 104-94. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle en Primoz Brezec skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Loks vann Golden State góðan sigur á Sacramento 113-106, þar sem Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig og átti 16 stoðsendingar. Hjá Sacramento var Shareef Abdur-Rahim stigahæstur með 24 stig og Bonzi Wells skoraði 23 stig.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira