Fimmti sigur Phoenix í röð 3. desember 2005 14:15 Eddie House var mikil vítamínssprauta af varamannabekknum hjá Phoenix í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira