Það urðu heldur betur óvænt úrslit í NBA körfuboltanum í nótt þegar Atlanta Hawks unnu meistarana í San Antonio Spurs, 94-84 eftir sjö tapleiki í röð. Þannig kom Atlanta í veg fyrir að Spurs næðu besta sögulega árangri sínum í fyrstu 20 leikjum tímabilsins en Atlanta fór í leikinn með versta árangur NBA deildarinnar á bakinu með aðeins þrjá sigurleiki af 19 á meðan Spurs höfðu unnið flesta leiki í deildinni.
Hinn tvítugi LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem tapaði fyrir Milwaukee, 106-111 en þetta stigaskor er met á tímabilinu. Þá skoraði Allen Iverson 42 stig fyrir Philadelphia 76ers sem unnu New Jersey 107-95.
Önnur úrslit næturinnar í NBA urðu eftirfarandi;
Denver - Orlando 83-94
Chicago - Washington 118-111
Toronto - Charlotte 111-103
Memphis - Indiana 66-80
LA Lakers - Minnesota 82-95
Boston - Dallas 94-103
Sacramento - Seattle 123-104
Phoenix - LA Clippers 91-101
LeBron með 52 stig

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn