Tap hjá Leverkusen
Það gengur vægast sagt erfiðlega hjá félagi Jakobs Sigurðarsonar í þýska körfuboltanum þessa dagana, en í gær tapaði liðið enn einum leiknum og er liðið sem stendur næstneðst í deildinni. Jakob skoraði 3 stig í gær þegar liðið tapaði fyrir Bonn 94-85.