Velgjörðarmenn og snobb 12. desember 2005 17:10 Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun