Sport

Ekkert frí hjá Schumacher í ár

Michael Schumacher virðist staðráðinn í að endurheimta titil sinn sem konungur Formúlu 1
Michael Schumacher virðist staðráðinn í að endurheimta titil sinn sem konungur Formúlu 1 NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Þjóðverjinn Michael Schumacher, sleppti að taka sitt venjubundna vetrarfrí í ár eins og hann hefur gert undanfarið og hefur þess í stað fylgst náið með prófunum á Ferrari-bílnum og segist ekki geta beðið eftir að byrja að keyra á ný.

Schumacher vann fimm titla í röð þar til hinn ungi Fernando Alonso hirti af honum titilinn í haust og nú er útlit fyrir að Schumacher ætli ekki að láta það endurtaka sig. "Ég þurfti ekki á neinu fríi að halda og langaði heldur ekki að fara í frí, svo að undirbúningur minn fyrir 2006 tímabilið er þegar hafinn," sagði Schumacher ákveðinn. "Mig langaði að fara strax aftur að keyra og ég hlakka til að byrja," bætti hinn 36 ára gamli ökumaður við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×