Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri 13. desember 2005 18:09 Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „ Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „ Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira